Af hverju gerast meðlimur?

Hlutverk FVH er að stuðla að því að félagsmenn og aðrir áhugamenn um þessi fræði njóti fræðslu og endurmenntunar. FVH vill efla kynni og tengsl félagsmanna og hlúa að kjörum þeirra með kjarakönnun FVH.

Einnig eru haldnir eru mánaðarlegir hádegisfundir, ásamt hinum árlegu viðburðum þekkingardegi og golfmóti.

Félagsgjöld 9,900 kr. á ári

Hádegisverðarfundir FVH

FVH stendur fyrir reglulegum fundum um málefni líðandi stundar. Hádegisverðarfundir FVH fara jafnan fram á Grand hótel annan fimmtudag í mánuði kl.12:00-13:15 yfir vetrarmánuði. Stjórn félagsins og framkvæmdastjóri koma að uppbyggingu funda, með áherslu á umfjöllun um málefni og rannsóknir í viðskipta- og hagfræði með hlutlægum hætti.

Golfmót FVH

Árlegt Golfmót FVH er haldið í ágúst ár hvert þar sem félagsmenn hittast í nærandi umhverfi íslenskrar náttúru, spila golf og efla tengsl sín á milli.
Mótið er léttleikandi þar sem bæði lág- og háforgjafamenn geta spilað. Mótið er punktakeppni með forgjöf, keppt er í karla, kvenna og B flokki. Mótið er annálað fyrir fjölda og glæsileika verðlauna – þannig að þetta er mót sem enginn félagsmaður FVH má láta fram hjá sér fara.

Íslensku þekkingarverðlaunin

FVH stendur fyrir vali á fyrirtæki ársins sem þykir hafa skarað fram úr m.t.t. viðmiða dómnefndar sem skipuð er einvala liði úr atvinnulífinu ár hvert.
Sjá nánar

Kjarakönnun

Félag viðskipta- og hagfræðinga hefur framkvæmt kjarakannanir reglulega frá 1997. Tilgangur kjarakönnunar er að gefa félagsmönnum FVH ítarlegar upplýsingar um kjör, áhrif menntunar og annarra þátta í starfsumhverfi þeirra.

Endurmenntun

Fjölmörg tækifæri bjóðast til endurmenntunar hverskonar. Félagið leggur áherslu á samstarf við endurmenntunaraðila sem bjóða uppá úrval námsleiða sem styrkja viðskipta- og hagfræðinga í störfum sínum, þekking sem styður félagsmenn við að vaxa og þroska starfsferil sinn í takt við ástríðu sína og áhugasvið.

Lögverndun

Starfsheiti viðskipta- og hagfræðinga eru lögvernduð skv. lögum frá 1981 nr. 27 25. maí. Hafi einstaklingur lokið námi sínu hérlendis með grunn og/eða framhaldsgráði á sviði viðskipta- eða hagfræða hefur sá hinn sami rétt til að bera starfsheitið viðskiptafræðingur eða hagfræðingur eftir því sem við á.

Þeir sem hafa lokið sambærilegu námi erlendis frá geta sótt um leyfi nefndar á vegum Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins. Hér má nálgast umsóknareyðblað.